þriðjudagur, nóvember 30, 2004
Helgin!
Ætli það sé ekki best að segja eitthvað frá helginni hjá mér.
Hún byrjaði bara með nokkuð góðum laugardagsmorgni hjá húsmóðurinni mér. Ég sem sagt þreyf allt heima hjá mér hátt og lágt. Síðan skellti ég mér á Akranes til að kaupa eitthvað við kjólinn sem ég ætlaði að vera í á Árshátíðinni. Jæja það endaði á því að ég keypti nýjan kjól fyrir slikk. Ekki slæmt.
Þetta var allt saman fyrir hádegi. Eftir hádegi slappaði ég aðeins af þangað til Survivor Hvanneyri byrjaði. Það var svona líka hellings flipp. En manni var nú orðið ansi kalt þegar því lauk.
Síðan tók við duglegur lúr, eða þangað til rektorinn vakti mig. Hann var eitthvað að vesenast í að búa til eitthverja "orkupúnktssýningur" og var ekki að höndla það. Kallaði á mig þrisvar sinnum á meðan að ég var að hafa mig til fyrir árshátíðna. Spurði mig síðan, af því að ég var eitthvað sein að koma til dyra, hvort ég væri veik. Mig langaði nú að spyrja hann á móti hvort ég ætti að taka þetta sem 3 útköll eða ... En ég náði nú að sitja á mér í þetta skiptið. Hef nú ekkert á móti því að fá 12 tíma í yfirvinnu fyrir þetta snatt.
Árshátíðin var síðan alger snilld eins og venjulega. Reyndar hefði hljómsveitin mátt vera betri, en þegar allir eru komnir til að skemmta sér þá getur hljómsveitin ekki stoppað það. Eitthvað er maður nú farin að slappast í skemmtanalífinu því ég var komin heim og um 4:30 eða ansi mikið fyrr en á seinustu árshátíð.
Á sunnudaginn var maður ansi óferskur og var honum eytt í sófanum við að horfa á boltan.
Sem sagt alveg snilldar helgi.
Hún byrjaði bara með nokkuð góðum laugardagsmorgni hjá húsmóðurinni mér. Ég sem sagt þreyf allt heima hjá mér hátt og lágt. Síðan skellti ég mér á Akranes til að kaupa eitthvað við kjólinn sem ég ætlaði að vera í á Árshátíðinni. Jæja það endaði á því að ég keypti nýjan kjól fyrir slikk. Ekki slæmt.
Þetta var allt saman fyrir hádegi. Eftir hádegi slappaði ég aðeins af þangað til Survivor Hvanneyri byrjaði. Það var svona líka hellings flipp. En manni var nú orðið ansi kalt þegar því lauk.
Síðan tók við duglegur lúr, eða þangað til rektorinn vakti mig. Hann var eitthvað að vesenast í að búa til eitthverja "orkupúnktssýningur" og var ekki að höndla það. Kallaði á mig þrisvar sinnum á meðan að ég var að hafa mig til fyrir árshátíðna. Spurði mig síðan, af því að ég var eitthvað sein að koma til dyra, hvort ég væri veik. Mig langaði nú að spyrja hann á móti hvort ég ætti að taka þetta sem 3 útköll eða ... En ég náði nú að sitja á mér í þetta skiptið. Hef nú ekkert á móti því að fá 12 tíma í yfirvinnu fyrir þetta snatt.
Árshátíðin var síðan alger snilld eins og venjulega. Reyndar hefði hljómsveitin mátt vera betri, en þegar allir eru komnir til að skemmta sér þá getur hljómsveitin ekki stoppað það. Eitthvað er maður nú farin að slappast í skemmtanalífinu því ég var komin heim og um 4:30 eða ansi mikið fyrr en á seinustu árshátíð.
Á sunnudaginn var maður ansi óferskur og var honum eytt í sófanum við að horfa á boltan.
Sem sagt alveg snilldar helgi.
föstudagur, nóvember 26, 2004
Hingað og ekki lengra!
Jæja sá sem er að bölva mér er vinsamlegast beðinn um að hætta því hið fyrsta.
Nei bara grín!! En ég er búin að vera með þennan fáránlega hikksta núna bæði í gærkvöldi og aftur núna í morgun. Ég bara vaknaði upp í nótt klukkan 4 með hikksta. Ekki það skemmtilegasta sem kemur fyrir. Síðan er erfiðara en að segja það að sofna aftur með hikksta.
Annars ákvað ég bara að hafa letidag hjá mér í gær. Enda var ég orðin ansi þreytt þegar ég var búin í vinnunni. Og sofnaði bara í sófanum þegar ég ætlaði aðeins að slappa af. Skrapp síðan í Borgarnes og verslaði inn fyrir helgina.
Síðan er planið að hreyfa sig aðeins í kvöld og á morgun er síðan upphitun fyrir Árshátíðina í Survivor Hvanneyri. Veit ekki alveg hvað er þar í gangi en það verður eflaust skemtilegt. Og síðan verður ein af aðal skemmtunum ársins um kvöldið. Mikið plan í gangi.
Nei bara grín!! En ég er búin að vera með þennan fáránlega hikksta núna bæði í gærkvöldi og aftur núna í morgun. Ég bara vaknaði upp í nótt klukkan 4 með hikksta. Ekki það skemmtilegasta sem kemur fyrir. Síðan er erfiðara en að segja það að sofna aftur með hikksta.
Annars ákvað ég bara að hafa letidag hjá mér í gær. Enda var ég orðin ansi þreytt þegar ég var búin í vinnunni. Og sofnaði bara í sófanum þegar ég ætlaði aðeins að slappa af. Skrapp síðan í Borgarnes og verslaði inn fyrir helgina.
Síðan er planið að hreyfa sig aðeins í kvöld og á morgun er síðan upphitun fyrir Árshátíðina í Survivor Hvanneyri. Veit ekki alveg hvað er þar í gangi en það verður eflaust skemtilegt. Og síðan verður ein af aðal skemmtunum ársins um kvöldið. Mikið plan í gangi.
fimmtudagur, nóvember 25, 2004
Titill
Jæja varð að hafa einn dag í pásu í blogginu, annars gæti ég farið að ofmetnast af blogg dugnaðinum.
Það er meiri en lítil þreyta í gangi á mínum bæ. Það tekur líka ansi mikla orku úr manni að fá starfstilboð sem maður er búin að vera að bíða eftir í nokkuð langan tíma. Sérstaklega þegar það hljóðar síðan upp á það að maður eigi að fara kenna eitthvað sem maður hefur ekki hundsvit á. Eins og ég hafi eitthvað vit á búskap. Ég gæti kennt nemendunum hvernig á að sópa fjós. Pabbi var tilbúinn að koma með meðmæli með mér í það. Þegar ég fór síðan að tala við tilvonandi Rektor þá var það fyrsta sem hann sagði "Var ég að senda þér einhverja bölvaða vitleysu." Jæja honum er fyrirgefið í þetta skiptið þar sem að hann var nú bara nokkuð skemmtilegur í viðtalinu, og við vorum nokkuð sammála um hvað væri best að ég gerði. Held bara að það gæti orðið ágætt að vinna undir hans stjórn.
En vitið þið hvað ÁRSHÁTÍÐIN ER Á LAUGARDAGINN!!!!
Ekkert smá farin að hlakka til. Þetta er nefnilega skemmtun sem klikkar ekki ;)
Það er meiri en lítil þreyta í gangi á mínum bæ. Það tekur líka ansi mikla orku úr manni að fá starfstilboð sem maður er búin að vera að bíða eftir í nokkuð langan tíma. Sérstaklega þegar það hljóðar síðan upp á það að maður eigi að fara kenna eitthvað sem maður hefur ekki hundsvit á. Eins og ég hafi eitthvað vit á búskap. Ég gæti kennt nemendunum hvernig á að sópa fjós. Pabbi var tilbúinn að koma með meðmæli með mér í það. Þegar ég fór síðan að tala við tilvonandi Rektor þá var það fyrsta sem hann sagði "Var ég að senda þér einhverja bölvaða vitleysu." Jæja honum er fyrirgefið í þetta skiptið þar sem að hann var nú bara nokkuð skemmtilegur í viðtalinu, og við vorum nokkuð sammála um hvað væri best að ég gerði. Held bara að það gæti orðið ágætt að vinna undir hans stjórn.
En vitið þið hvað ÁRSHÁTÍÐIN ER Á LAUGARDAGINN!!!!
Ekkert smá farin að hlakka til. Þetta er nefnilega skemmtun sem klikkar ekki ;)
þriðjudagur, nóvember 23, 2004
Slabb!
Jæja er bara farin að blogga tvo daga í röð. Skil ekkert í þessum dugnaði núna. Annars var ég alveg eins og tuska á æfingunni í gær og endaði með því að gefa skít í planið í miðri æfingu og fór bara í brennslu. Var hvort sem er ekki að gera neitt góða hluti. Vona bara að ég verði hressari í kvöld.
Annars er leiðinlegasta veður sem hægt er að hugsa sér núna. Það er svo mikið slabb að það er gjörsamlega að gera mig brjálaða. Það er svotil sama hvernig maður klæðir sig maður verður alltaf blautur. Það er þá betra þegar það er bara rigning því þá rennur bleytan af manni, en í svona veðri þá klessist bleytan á mann þangað til hún finnur sér leið í gegnum fötin eða fram hjá þeim á einhvern hátt. Þannig að planið er að fara bara ekki út í dag. Veit auðvitað ekki hvort það tekst en ég reyni allt áður en ég neyðist til að fara út.
Það er einmitt á svona dögum sem það tekur mig lengstan tíma að sannfæra sjálfa mig að ég eigi að fara fram úr rúminu. Það bara hefur ekkert nema leiðindi í för með sér. Eða þannig hugsaði ég með mér í morgun. Það er svo mikið betra að halda bara áfram að sofa uppi í rúmi þar sem allt er þurrt og enginn er pirraður út af slabbinu og svo mætti lengi telja áfram. En ég fór samt á fætur. Kannski aðallega vegna þess að ég var orðin svöng. Og þar sem ég var nú komin fram úr rúminu þá var það nú aumingjalegt að mæta ekki í vinnuna....
Vona svo bara að slappið fari sem fyrst.
Annars er leiðinlegasta veður sem hægt er að hugsa sér núna. Það er svo mikið slabb að það er gjörsamlega að gera mig brjálaða. Það er svotil sama hvernig maður klæðir sig maður verður alltaf blautur. Það er þá betra þegar það er bara rigning því þá rennur bleytan af manni, en í svona veðri þá klessist bleytan á mann þangað til hún finnur sér leið í gegnum fötin eða fram hjá þeim á einhvern hátt. Þannig að planið er að fara bara ekki út í dag. Veit auðvitað ekki hvort það tekst en ég reyni allt áður en ég neyðist til að fara út.
Það er einmitt á svona dögum sem það tekur mig lengstan tíma að sannfæra sjálfa mig að ég eigi að fara fram úr rúminu. Það bara hefur ekkert nema leiðindi í för með sér. Eða þannig hugsaði ég með mér í morgun. Það er svo mikið betra að halda bara áfram að sofa uppi í rúmi þar sem allt er þurrt og enginn er pirraður út af slabbinu og svo mætti lengi telja áfram. En ég fór samt á fætur. Kannski aðallega vegna þess að ég var orðin svöng. Og þar sem ég var nú komin fram úr rúminu þá var það nú aumingjalegt að mæta ekki í vinnuna....
Vona svo bara að slappið fari sem fyrst.
mánudagur, nóvember 22, 2004
Allt að koma!
Jæja það varð víst fjaðrafok þegar ég tjáði mínum samstarfsmönnum hvert mitt starfstilboð væri. Alla vega er það svo komið að aðstoðarrektor er búinn að hringja í mig og biðja mig blessaða að taka ekkert mark á þessu bréfi sem ég fékk. Ætla nú ekkert að hrópa húrra fyrr en ég er komin með eitthvað annað í hendurnar.
Annars fór ég heim í sveitina um helgina og heilmikið tekið fyrir að þessu sinni. Lét taka aðeins til í hárinu á mér. Til að byrja með og svo réðumst við mamma í smákökubakstur. Ein tegund búin Sörurnar því þær eru svo tímafrekar í gerð.
Það var síðan þvílíkt veirsla í sunnudagskaffinu. Það var tekið á það ráð að baka skúffuköku líka því Gestur og fylgdarlið ætlaði að mæta í kaffi. Þau komu síðan með vöfludeig með sér líka þannig að þetta var heljarinnar veisla.
Í gær kvöldi lenti ég síðan í nokkru sem hefur bara ekki komið fyrir síðan ég veit ekki hvenær. Það var að ég þurfti að keyra Hvalfjörðin því göngin voru lokuð vegna óhapps. Ég var alveg búin að gleyma því hvað Hvalfjörðurinn var la.....ngur og leiðinlegur í akstri. Sérstaklega þegar maður sér ekkert fyrir myrkri.
En ég man þetta bara næst þegar ég keyri framhjá afleggjaranum og spái í því hvort ég eigi að taka útsýnistúr.
Annars fór ég heim í sveitina um helgina og heilmikið tekið fyrir að þessu sinni. Lét taka aðeins til í hárinu á mér. Til að byrja með og svo réðumst við mamma í smákökubakstur. Ein tegund búin Sörurnar því þær eru svo tímafrekar í gerð.
Það var síðan þvílíkt veirsla í sunnudagskaffinu. Það var tekið á það ráð að baka skúffuköku líka því Gestur og fylgdarlið ætlaði að mæta í kaffi. Þau komu síðan með vöfludeig með sér líka þannig að þetta var heljarinnar veisla.
Í gær kvöldi lenti ég síðan í nokkru sem hefur bara ekki komið fyrir síðan ég veit ekki hvenær. Það var að ég þurfti að keyra Hvalfjörðin því göngin voru lokuð vegna óhapps. Ég var alveg búin að gleyma því hvað Hvalfjörðurinn var la.....ngur og leiðinlegur í akstri. Sérstaklega þegar maður sér ekkert fyrir myrkri.
En ég man þetta bara næst þegar ég keyri framhjá afleggjaranum og spái í því hvort ég eigi að taka útsýnistúr.
föstudagur, nóvember 19, 2004
W.T.F.
Þetta er það eina sem ég get í rauninni sagt um það hvaða starf ég fæ við þessa nýju stofnun. Ef ég skil það sem stendur á blaðinu rétt þá kemur þetta bara ekki til greina. Á nú eftir að fá útskýringar frá þeim blessuðum áður en ég segi þeim hvað þeir megi gervið þennan ráðningarsamning.
Annars er allt gaddfreðið hérna. Og gluggarnir á húsinu sem ég er í eru meira að segja hrímaðir að innan.
Annars er allt gaddfreðið hérna. Og gluggarnir á húsinu sem ég er í eru meira að segja hrímaðir að innan.
fimmtudagur, nóvember 18, 2004
Taka þrjú!
Jæja best að reyna núna í þriðja skiptið að setja eitthvað inn og vera fljót að því ef rafmagnið fer af einu sinni enn. Skil ekki hvað er eiginlega í gangi hérna. Rafveitan er kannski að spara rafmagnið fyrir komandi notkun um jólin!! Annars er alveg hellings frost hérna. Alveg -13°C ekki sátt við þennan kulda allan saman. Sérstaklega þar sem ég er að vinna í gömlu húsi sem er ekkert allt of heitfengt.
Ég er sem sagt í lopasokkunum í vinnunni og myndi ekki verða hissa þó húfan fengi að fara á öðru hvoru.
Síðan er allt að gerast í sameiningarmálunum núna. Við erum búin að fá að vita hverjir fá æðstu stöðurnar hérna.
Áslaug Helgadóttir deildarforseti (Auðlindadeild) og jafnframt aðstoðarrektor rannsóknamála
Björn Þorsteinsson aðstoðarrektor kennslumála
Guðríður Helgadóttir forstöðumaður Starfs- og endurmenntunardeildar
Ólafur Arnalds deildarforseti (Umhverfisdeild)
Þorvaldur T. Jónsson rekstrarstjóri (tímabundið)
Misjafnt hvort menn eru sáttir við þetta eða ekki. Ég er að mestu leiti sátt en finnst reyndar ansi mikil völd sem Áslaug fær. En þetta er hörku góð kona þannig að hún ræður eflaust við þetta. Ánægðust er ég samt með hann Björn því hann er bara eins og sniðinn í þetta embætti. Hina þekki ég bara ekki nógu mikið til að hafa skoðun á því.
Við hin þessi óbreyttu fáum síðan að vita á morgun hver okkar staða verður. Síðan verður bara farið í að skoða málin hvert framhaldið verður.
Ég er sem sagt í lopasokkunum í vinnunni og myndi ekki verða hissa þó húfan fengi að fara á öðru hvoru.
Síðan er allt að gerast í sameiningarmálunum núna. Við erum búin að fá að vita hverjir fá æðstu stöðurnar hérna.
Áslaug Helgadóttir deildarforseti (Auðlindadeild) og jafnframt aðstoðarrektor rannsóknamála
Björn Þorsteinsson aðstoðarrektor kennslumála
Guðríður Helgadóttir forstöðumaður Starfs- og endurmenntunardeildar
Ólafur Arnalds deildarforseti (Umhverfisdeild)
Þorvaldur T. Jónsson rekstrarstjóri (tímabundið)
Misjafnt hvort menn eru sáttir við þetta eða ekki. Ég er að mestu leiti sátt en finnst reyndar ansi mikil völd sem Áslaug fær. En þetta er hörku góð kona þannig að hún ræður eflaust við þetta. Ánægðust er ég samt með hann Björn því hann er bara eins og sniðinn í þetta embætti. Hina þekki ég bara ekki nógu mikið til að hafa skoðun á því.
Við hin þessi óbreyttu fáum síðan að vita á morgun hver okkar staða verður. Síðan verður bara farið í að skoða málin hvert framhaldið verður.
miðvikudagur, nóvember 17, 2004
Blak eða hvað!!!
Jæja það er bara komin vetur. Ég get svo svarið það að það snjóaði svo mikið í gær að þegar ég var búin að æfingu í gær, byrjaði ég að sópa snjónum af bílnum. Byrjaði á fram rúðunni, tók síðan aðra hliðina, aftur gluggan og síðan hina hliðina. Þegar þetta var búið var alveg jafn mikill snjór á bílnum og fyrir þannig að ég ákvað að þetta gengi bara ekki og notaði rúðuþurrkurnar. Síðan var haldið heim til að fara á blakæfingu. Veit ekki alveg hvað var í gangi á þessari æfingu. Ætli snjórinn hafi þessi áhrif á fólk. En eitthvað fór þessi æfing úr böndunum, því undir lokin vorum við komnar í öskurkeppni. Veit ekki hvort þetta væri löglegt á móti en myndi eflaust hafa truflandi áhrif. Hef alla vega ekki orðið vitni að því að sjá blakmenn öskra í uppgjöfum og smössum!! En þetta hafði truflandi áhrif á mótherjana svona til að byrja með en síðan hafði þetta frekar truflandi áhrif á alla þar sem menn voru bara orðnir frekar slappir, af eftirköstum öskranna .... he he.
þriðjudagur, nóvember 16, 2004
Ekkert í gangi
Já það er bara ekki neitt í gangi núna. Bara að vinna og vinna meira. Var meira að segja að ákveða að taka það rólega núna um helgina. Kanski maður verði eitthvað að keppa í blaki. Veit ekki. En síðan er Árshátíðin helgina eftir það. Þannig að ég ælta mér að verða búin að hrista af mér lognmolluna þá.
Þetta er búið að vera ferlega skrítin tilfinning núna seinustu vikurnar. Ég er búin að vera svo rosalega þreytt eitthvað og þung, en svo þegar ég fer á æfingar þá er ég bara að gera góða hluti. Þó svo að ég leggi af stað á æfingar svo til viss um að nú muni ég ekki geta gert neitt á æfingu. Vonandi verð ég þá ekki alveg ómöguleg á æfingum þegar ég er búin að hrista þessa þreytu af mér.
Hvað er annars þessi kuldi að meina. Ég bara var alveg að drepast úr kulda í gær. Ég er bara ekki sátt við þetta. Og svo á bara áfram að vera kalt í dag og rok með. Birrr. Þannig að nú verður maður að klæða sig þannig að maður varla getur hreyft sig!!!
Þetta er búið að vera ferlega skrítin tilfinning núna seinustu vikurnar. Ég er búin að vera svo rosalega þreytt eitthvað og þung, en svo þegar ég fer á æfingar þá er ég bara að gera góða hluti. Þó svo að ég leggi af stað á æfingar svo til viss um að nú muni ég ekki geta gert neitt á æfingu. Vonandi verð ég þá ekki alveg ómöguleg á æfingum þegar ég er búin að hrista þessa þreytu af mér.
Hvað er annars þessi kuldi að meina. Ég bara var alveg að drepast úr kulda í gær. Ég er bara ekki sátt við þetta. Og svo á bara áfram að vera kalt í dag og rok með. Birrr. Þannig að nú verður maður að klæða sig þannig að maður varla getur hreyft sig!!!
fimmtudagur, nóvember 11, 2004
Þreyta
Já það er alveg örugglega miklar veðra breytingar núna hérna. Því þegar það gerist verð ég þreytt. Og ég er bara búin að vera ferlega þreytt núna síðustu daga. Mér er bara spurn af hverju verður maður svona andsk.... þreyttur þegar veðrið breytist??
En þrátt fyrir þetta hefur mér verið að ganga alveg hellings vel á æfingum þannig að ég er bara sátt við það.
Yfir í annað, ég var að eignast litla frænku. S.s. hún Ingibjörg sjómaður var að eignast stelpu. Til hamingju með það Ingibjörg og co.
En þrátt fyrir þetta hefur mér verið að ganga alveg hellings vel á æfingum þannig að ég er bara sátt við það.
Yfir í annað, ég var að eignast litla frænku. S.s. hún Ingibjörg sjómaður var að eignast stelpu. Til hamingju með það Ingibjörg og co.
mánudagur, nóvember 08, 2004
Snilldar helgi
Já helgin var alveg snilld.
Á fimmtudaginn renndi ég í hægðum mínum norður á Mývatn því á föstudaginn var brúðkaup þeirra Bjössa og Gunnhildar. Alveg einstaklega falleg athöfn og veislan eins og þeim er lagið. S.s. alveg frábær matur og stuð langt fram eftir nóttu. Á laugardeginum var svo farið í jarðböðin, sem eru mjög lík og bláa lónið nema það er ekki enn orðin svona mikill leir í lóninu eins og þar. En algjör snilld. Yfirgaf síðan Mývatnssveitina í góðum félagsskap á Sunnudaginn.
S.s. helgi sem ég á eftir að muna eftir.
Til hamingju Gunnhildur og Bjössi einu sinni enn.
Á fimmtudaginn renndi ég í hægðum mínum norður á Mývatn því á föstudaginn var brúðkaup þeirra Bjössa og Gunnhildar. Alveg einstaklega falleg athöfn og veislan eins og þeim er lagið. S.s. alveg frábær matur og stuð langt fram eftir nóttu. Á laugardeginum var svo farið í jarðböðin, sem eru mjög lík og bláa lónið nema það er ekki enn orðin svona mikill leir í lóninu eins og þar. En algjör snilld. Yfirgaf síðan Mývatnssveitina í góðum félagsskap á Sunnudaginn.
S.s. helgi sem ég á eftir að muna eftir.
Til hamingju Gunnhildur og Bjössi einu sinni enn.
fimmtudagur, nóvember 04, 2004
Stutt vinnuvika
Jæja þessi vinnuvika verður bara mjög stutt. Ég verð nefnilega í fríi núna eftir hádegi í dag fimmtudag og allan morgundaginn. Jibbý!! Ætla nefnilega að skella mér af svæðinu.
Annars er alveg með eindæmum hvað ég er búin að vera þreytt þessa vikuna. Bara hreinlega skil þetta ekki. Geng um meira og minna eins og vofa, en það bráir nú voandi af mér fljótlega.
Að öðru, þegar ég kom út í morgun komst ég að því að það er stórhættulegt úti. Það er svo mikil ísing að ég er bara ekki viss um að ég komist aftur heim á eftir. Það er nefnilega þannnig að ég rann næstum því alla leiðina í vinnuna. Og það er s.s. upp í móti þegar ég ætla heim. Vonum bara það besta, held að grasið verði málið ekki gangstéttin.
Annars er alveg með eindæmum hvað ég er búin að vera þreytt þessa vikuna. Bara hreinlega skil þetta ekki. Geng um meira og minna eins og vofa, en það bráir nú voandi af mér fljótlega.
Að öðru, þegar ég kom út í morgun komst ég að því að það er stórhættulegt úti. Það er svo mikil ísing að ég er bara ekki viss um að ég komist aftur heim á eftir. Það er nefnilega þannnig að ég rann næstum því alla leiðina í vinnuna. Og það er s.s. upp í móti þegar ég ætla heim. Vonum bara það besta, held að grasið verði málið ekki gangstéttin.
mánudagur, nóvember 01, 2004
Helgin
Já helgin er liðin. Og það gekk nú á ýmsu um þessa helgi. Á föstudaginn fór ég heim í sveitina og náði mér í smá vott af ælupest. En var orðin bara góð á laugardagsmorguninn. En það var mamma mín aftur á móti ekki. Þannig að þar sem hún var svona slöpp og þurfti samt að fara á fund hjá hænufélaginu þá var ég bara einkabílstjóri. Kom svo við í blómavali og keyfti aðeins þakklætisvott til Gunnu frænku. En hún var að gefa mér alveg geðveikt bútasaumsteppi. Þegar komið var heim aftur var bara lagst í sófann og slappað af. Skrapp reyndar aðeins á Selfoss að hitta hana Betu vinkonu mína en hún var þar á LH þingi. Stefnan var reyndar að fara aðeins að jamma með henni en þetta var víst eitthvað lokað samkvæmi og ekki þýddi að deila við dyravörðinn í þetta skipti. Ég var nú bara fegin svona eftir á að fara bara heim og halda áfram að slappa af í sófanum. Rankaði svo af og til á sunnudaginn og í eitt skiptið dreif ég mig fram úr og þreyf aðeins bílinn minn að innan. Ekki var hægt að þrífa hann að utan vegna kulda. Og svo fór bara að snjóa!!
Þá var bara brunað upp á Hvanneyri, og þegar þangað var komið fattaði ég að ég var með bíllyklana af Jeppanum foreldranna í vasanum. Rétt síðar hringir mamma og spyr mig hvort ég viti um þá. Því þau voru ekki að finna varalyklana.
Hef ekki heyrt í þeim síðar. Vonandi hafa varalyklarnir fundist svo þau séu ekki strandaglópar heima!! Þetta er samt alveg dæmigert fyrir mig, því ég og bíllyklar erum ekki vinir og þeir eru alltaf að stíða mér ;)
Þá var bara brunað upp á Hvanneyri, og þegar þangað var komið fattaði ég að ég var með bíllyklana af Jeppanum foreldranna í vasanum. Rétt síðar hringir mamma og spyr mig hvort ég viti um þá. Því þau voru ekki að finna varalyklana.
Hef ekki heyrt í þeim síðar. Vonandi hafa varalyklarnir fundist svo þau séu ekki strandaglópar heima!! Þetta er samt alveg dæmigert fyrir mig, því ég og bíllyklar erum ekki vinir og þeir eru alltaf að stíða mér ;)