<$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, apríl 27, 2005

Mikið að gera 

Já það er ekkert smá sem maður verður að fara að skipuleggja sig núna. Það er svo margt sem mig langar að gera.
Núna um næstu helgi er stofnfundur Starfsmannafélagsins hérna hjá Landbúnaðarháskóla Íslands með humar og læti. Þarf að sleppa landsliðsæfingu fyrir það.
Helgina þar á eftir er stórfjölskyldan með Skagfjördskála í Þórsmörk í fóstri þannig að þangað vil ég ólm fara og taka til hendinni. En á laugardagskvöldið er líka blakslúttið hjá okkur Hvönnunum þannig að einhvernvegin verð ég að púsla þessu saman.
Helgina þar á eftir eru æfingabúðir á Laugarvatni og helgina eftir það verð ég aftur á Laugarvatni í 10. ára útskriftarafmæli. Vá eru 10 ár liðin frá því að ég varð stúdent.
Og einhvertíma þarna verður líka Eurovision og ýmislegt annað.
Þannig að eins gott að maður fari að dusta af skipulagshæfileikunum :)

þriðjudagur, apríl 26, 2005

Nýr tengill 

Heyrðu ég var að bæta inn tengli hérna á síðuna mína. Þetta er tengill á síðuna hjá frændsyskinum mínum þeim Andrei og Lisu. Ég verð nú samt að segja það að ég skil varla helminginn af því sem stendur þarna. En ég skil allavega myndirnar.

VÁ! Hafa þetta verið góðir dagar eða góðir dagar? 

Já þessi ferð á Akureyri á blakmótið var algjör snilld. Er strax farin að hlakka til að fara á þetta mót að ári. En þá verður það í Snæfellsbæ.
Hér koma nokkrir frasar úr ferðinni.

- Breezer
- Kæra
- Berjast
- Brosa
- Karokí
- Dansa
- Hæja
- Ekki sofa

En ég fer ekkert að reyna að útskýra hvað þetta þýðir allt saman því það myndi enginn skilja það. Svona "had to be there".

Þetta var sem sagt feikna stuð frá miðvikudegi fram á laugardag.
Á sunnudaginn fór ég síðan í afmæli hjá Elvunni minni. Sem er akkúrat 5 ára í dag. Ekkert smá sem tíminn líður. Ég man svo vel þegar hún fæddist. Einmitt á sama tíma og ég var að fara út í æfingabúðir til Bandaríkjanna.

Í gær kom ég mér síðan alveg ótrúlega á óvart og átti alveg brilliant æfingu. Segi ekki meira.
Er ekki hægt að hafa spjótkastmót núna fljótlega???

þriðjudagur, apríl 19, 2005

Verð nú að fara að skrifa.. 

því ég var svo dugleg í seinustu viku. Meira að segja tvær færslur á föstudaginn.
En síðan þá er þetta búið að gerast.

* Vakna snemma á laugardagsmorgun.
* Taka ærlega til á mínu heimili.
* Keyra í bæinn og fara Hvalfjörðinn í annað sinn á þessu ári.
* Eyða fullt af peningum í Reykjavíkinni.
* Fara á landsliðsæfingu í Laugardalnum.
* Vera blaut.
* Vera kallt á puttonum.
* Gleyma að taka með mér handklæði en fara samt í sturtu!!
* Taka upp tösku og sprengja æð í putta á hægri hendi.
* Fara heim í sveitina.
* Slappa af og slappa af í sveitinni.
* Keyra aftur upp á Hvanneyri.
* Taka ofvirknis kast á heimilinu á sunnudagskvöld.
* Vera á haus í vinnunni.
* Fara á mjög góða æfingu í gær.

Þetta er sem sagt það sem er búið að gerast síðan á föstudag. Og það sem liggur fyrir að gera núna er að eftir vinnu verður tekið ærlega til í bílnum mínum og hann gerður tilbúinn til norðurfarar. En ég og hinar í Hvönnunum ætlum að fara norður á Akureyrir að keppa í blaki. Það verður sem sagt spilað blak á fimmtudag, föstudag og laugardag. Og síðan brunað aftur suður á laugardag. Eitthvað annað verður nú bardúsað þarna fyrir norðan líka. Og verð ég bara að segja frá því síðar.

föstudagur, apríl 15, 2005

loksins 

Ég er búin að setja inn nokkrar myndir úr æfingaferðinni.

Miðja alheimsins. 

Roslalega vildi ég að sumir gætu komið því inn í kollinn á sér að þeir eru ekkert endilega miðja alheimsins, sem allt snýst í kringum, þegar þeir eiga í tölvuvandræðum.

Ein pirruð í tölvuþjónustu.

miðvikudagur, apríl 13, 2005

Væri alveg til í nokkrar gráður!! 

Já ég verð eiginlega að segja það að ég væri alveg til í að fá veður sem er nokkrum gráðum hlýrra en það er búið að vera núna. Ekki það að það er búið að vera alveg dúndur blíða og fallegt veður en það myndi verða svo mikið betra með nokkum auka gráðum. Þessi kuldi hefur nefnilega þau áhrif á mig að þegar ég er að kasta úti þá bólgnar upp sérstaklega einn vöðvi í hendinni. Þessi sem er á milli þumalfingurs og vísifingurs. Og þetta er alveg eitt af því sem ég gæti verið án.
Annars var alveg dúndur æfing hjá mér í gær.
Byrjaði reyndar á því að gleyma skónum mínum heima en svo heppilega vildi til að ég var í skóm sem voru brúklegir. Látum bara ekki mikið fréttast að ég hafi verið á úti skónum inni ;) Síðan var tekið á því í þreksalnum í 2 tíma. Eftir síðan klukkutíma pásu tók við blakæfing þar sem kellurnar af skaganum komu í heimsókn. Og ég verð bara að viðurkenna það að þegar æfingin var hálfnuð var ég orðin svo svöng að mér var orðið illt í maganum. Þannig að þegar ég kom síðan heim klukkan 22:30 tók ég mig til og eldaði þennan líka kjúklingarétt og át hann. Eftir þetta þá man ég ekki eftir mér fyrr en að það var ansi erfitt að vakna í morgun. S.s. nokkuð massaður æfingadagur með samtals 3 æfingum (ef litla og létta morgun æfingin er talin með) eða samtals 6 klst af æfingum.

þriðjudagur, apríl 12, 2005

misheyrnir 

Ég er ekki frá því að ég sé að verða hálf heyrnalaus. (Væntanlega búin að heyra og marga skelli í lyftingaklefanum.) Allavega er það orðið þannig að það líður varla sá dagur að ég misheyri ekki eitthvað. Sumir halda því reyndar fram að ég heyri bara það sem ég vil heyra, en af hverju ætti ég að vilja ýminda mér alla þessa helv.... vitleysu sem mér hefur heyrst fólk segja.(Man auðvitað ekki stundinni lengur hvað það var... ætli ég sé farin að kalka líka?) Sumir hafa bara tekið þessu vel hjá mér, og það hafa komið ansi skondin augnablik, en ég hef líka lent í því að það hefur bara fokið í fólk. Ekkert findið við það.
En þar sem ég er nú svoltið þrjósk þá neita ég því nú eiginlega að ég sé að missa heyrnina, svo ég hlýt bara að vera með svona frjótt ýmindunarafl og verð að fara að halda mér á mottunni.

mánudagur, apríl 11, 2005

Mjólkurfernur 

Það er ekkert smá sem ég get látið sumt fara í taugarnar á mer. Núna eru það nýju mjólkufernurnar.

mjólkurfernur Posted by Hello

Ekki bara eru þær með MUU merkinu sem hefur alltaf farið í taugarnar á mér. Heldur er undanrennan komin í bleikar umbúðir. Ég sem hef alveg fóbíu fyrir bleiku. Ég stóð mig að því í gær að henda bara mjólkinni úr ísskápnum þar sem að þetta fór svo mikið í taugarnar á mér. Já það væri allavega skárra ef þær væru enn gráar.
Spurning hvort maður fari ekki að nota léttmjólk í staðin fyrir undanrennu.

föstudagur, apríl 08, 2005

Það er að koma helgi 

Það er bara að koma helgi og vikan búin að líða ótrúlega hratt. Enda mikið búið að vera að gera í vinnunni. Ég er ansi mikið búin að bölva bæði mannlegum og tæknilegum hálvita vírusum. Enda er vinnudagurinn búinn að vera ansi langur þessa vikuna.
En ég hef nú samt verið dugleg að æfa í þessari viku þó svo að hausinn hafi verið verulega steiktur þegar á æfingu er komið. Það var sem sagt notað "ekki hugsa bara framkvæma" aðferðin á æfingum.
Um helgina er stefnan sett á að fara austur fyrir fjall í sveitina og stússast þar. Það er eitthvað búið að nefna að það sé fermingarveisla á dagskrá en ég er ekki alveg í slíkum gír núna. En maður getur væntanlega skipt um gír hvenær sem manni dettur í hug. Væri alveg til eina helgi þar sem ég geri bara als ekki neitt. Nema æfa!!
En ég lifi ekki í draumaheimi þannig að eitthvað verður nú ger ;)

fimmtudagur, apríl 07, 2005

Skondið! 

Vitið þið hvað kom fyrir? Bíst ekki við því. En það var þannig að mamma fær hringingu frá fólki sem hún þekkir ekki neitt. Þau eru með hjá sér holdaunga sem þau höfðu bjargað frá Reykjagarði því þau vildu ekki að þeir yrðu aldir upp til að verða bara étnir. (Það sem fólki dettur ekki í hug!!) En svo voru þau auðvitað í mestu vandræðum með ungana og vissu ekkert hvað það átti að gera við þá. En fólkið bara hringdi í 118 og spurði um einhvern sem gæti tekið við þeim. Og þeim var bent á mömmu. Af öllu fólki!! Rosalega er mamma mín orðin eitthvað landsþekkt að þær á 118 eru farnar að þekkja hana. En núna eru þessir blessuðu ungar komnir til okkar og náði mamma að sannfæra fólkið um það að það þyrfti ekki að hafa áhyggjur af þessum blessuðu ungum. En annars eru holdafuglakynið orðnir það mikið ræktað að holdasöfnunin er svo mikil að þeir geta bara ekki lifað lengi nema á mjög miklu megrunarfæði, þannig að þessir fuglar fara eflaust bara í kistuna hjá okkur eftir nokkrar vikur. En rosalega hugsaði þetta fólk stutt fram í tímann. Það tekur unga til að bjarga þeim en veit síðan ekkert hvað það á að gera við þá.

Þessi uppákoma hefur aðeins létt mér skapið í veðrinu sem hefur verið mér til mikilla leiðinda .

mánudagur, apríl 04, 2005

Bla 

Já helgin er bara búin. Hjá mér var henni eytt fyrir austan fjall, í afslöppun, blakmót og stúss í gróðurhúsinu. Ekkert smá þægilegt.
Annars er ekkert smá pirrandi þegar allt þurkast út sem maður er búinn að skrifa. En það ætti að vera búið að laga sambandið núna þannig að það gangi í þetta skiptið, en þá er ég auðvitað búin að gleyma öllu sem ég skrifaði áðan.

Annars var svolítið svekkelsi þegar ég kom heim frá Kanarí. Það var að ég bara léttist ekki neitt í ferðinni, þrátt fyrir að standa mig þvílikt vel í aðhaldinu. Það þýðir víst ekkert að gráta það heldur horfast í augu við þetta og höndla það bara hérna heima í staðinn.

Ég ætla fljótlega að fara að koma mér í það að setja inn myndir frá ferðinni. Eða bara næst þegar ég hef tíma.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?