fimmtudagur, september 30, 2004
Ekkert
Ekkert svosem að frétta af mér. Ég er bara áfram að vinna eins og hestur. Eitt verður annars öðruvísi í dag en venjulega. Það er nefnilega sinfoníutónleikar í íþróttahúsinu þannig að ég er að spá í að skella mér bara í göngutúr í staðin fyrir að lyfta, þar sem að íþróttahúsið er lokað í allan dag. Ég var annars alveg búin að plana það að fá bara nóturnar hjá stjórnandanum og láta skellina bara falla inn í tónlistina. En þeir treysta mér líklega ekki til þess. Ég lærði nú einu sinni örlítið á píanó, þannig að ég skil bara ekki vantraustið!!
Over and out -
Over and out -
þriðjudagur, september 28, 2004
Leti eða ekki!
Jæja það er nú orðið svolítið síðan að ég skrifaði. Held það sé talið leti.
Ýmislegt gerst síðan.
Skrapp heim um helgina og var svoltið að sveitast. Sá um maltirnar fyrir foreldra mína svo þau fengju nú sleppa svona eins og einum mjöltum þennan mánuðinn.
Síðan er ég búin að fá uppsagnarbréfið sem ég er búin að vera að bíða eftir.
En það á að fara að leggja stofnunina niður sem ég vinn hjá. Núna bíð ég bara spennt eftir því hvaða vinnu mér verður boðið hjá stofnuninni sem tekur við starfsemi LBH, eða Landbúnaðarháskóla Íslands. Svo gæti maður nú allt í einu tekið upp á því að brjótast gegn tregðulögmálinu og flutt sig eitthvað um set. Veit ekki hvað verður upp úr í því máli.
Annars er bara málið að það er allt of mikið að gera hjá mér núna, samt er ég ekki byrjuð að æfa á fullu. Vonandi róast þetta fljótlega.
En aftur í heimadæmin. ;)
Ýmislegt gerst síðan.
Skrapp heim um helgina og var svoltið að sveitast. Sá um maltirnar fyrir foreldra mína svo þau fengju nú sleppa svona eins og einum mjöltum þennan mánuðinn.
Síðan er ég búin að fá uppsagnarbréfið sem ég er búin að vera að bíða eftir.
En það á að fara að leggja stofnunina niður sem ég vinn hjá. Núna bíð ég bara spennt eftir því hvaða vinnu mér verður boðið hjá stofnuninni sem tekur við starfsemi LBH, eða Landbúnaðarháskóla Íslands. Svo gæti maður nú allt í einu tekið upp á því að brjótast gegn tregðulögmálinu og flutt sig eitthvað um set. Veit ekki hvað verður upp úr í því máli.
Annars er bara málið að það er allt of mikið að gera hjá mér núna, samt er ég ekki byrjuð að æfa á fullu. Vonandi róast þetta fljótlega.
En aftur í heimadæmin. ;)
fimmtudagur, september 23, 2004
Reglulegt en ekki skipulagt!
Jæja nú er ég farin að æfa mjög reglulega. Ég er sem sagt búin að fara á æfingu núna öll kvöld í þessari viku. En þetta eru ekki neitt skipulagðar æfingar. Bara byrjað og svo bara spáð í hvað ég vilji gera. En ég er nú búin að ná mér í smá strengi. En það er varla nokkuð til að tala um. En ætli ég farin nú ekki að byrja fljótlega að skipuleggja mig.
Yfir í allt annað sem ég hef verið að spá í. Það er búið verið að tala svo mikið um Rut Reginalds og allar hennar breytingar. Ég verð bara að segja það að það sem ég er mest hrifin af í þessum breytingum er hvað hún er komin í gott form. Það sést allavega lang mest. Annars er ég kannski svoltið hlutlæg í þessu því ég er afar mikið á móti líta aðgerðum ef þær eru ekki nauðsynlegar en er aftur á móti með því að fólk rífi sig upp og fari að hreyfa á sér rassgatið. Bara svona að láta ykkur heyra mína skoðun. Annars er ég enginn bjútý sérfræðingur og hef aldrei gefið mig út fyrir það.
Back to being busy
Yfir í allt annað sem ég hef verið að spá í. Það er búið verið að tala svo mikið um Rut Reginalds og allar hennar breytingar. Ég verð bara að segja það að það sem ég er mest hrifin af í þessum breytingum er hvað hún er komin í gott form. Það sést allavega lang mest. Annars er ég kannski svoltið hlutlæg í þessu því ég er afar mikið á móti líta aðgerðum ef þær eru ekki nauðsynlegar en er aftur á móti með því að fólk rífi sig upp og fari að hreyfa á sér rassgatið. Bara svona að láta ykkur heyra mína skoðun. Annars er ég enginn bjútý sérfræðingur og hef aldrei gefið mig út fyrir það.
Back to being busy
þriðjudagur, september 21, 2004
Svoltið horaðir!
Já þetta hefur nú ekki verið neitt sældar líf hjá strokuhestunum í sumar. Þeir eru nefnilega svoltið horaðir. Ekki vanir því að þurfa að höndla það hjá okkur. Þannig að það verður ekki hægt að setja þá beint inn til hinna hestana. Ekki hægt að gera þeim það þar sem þetta voru svo miklir höfðingjar í hópnum að þeir ráða ekki við það núna. Ætlum að láta þá safna kröftum fyrir þau átök.
Annars þá fór ég á lyftingaæfingu í gær í 1. skipti í nokkuð langan tíma. Tók spretti á undan og synti 600 m á eftir. Náði mér í enhverja strengi. En ég tók samt mjög létt á því. Því ég er bara að undirbúa mig undir það að byrja á fullu. En ég ætla ekki að gera þetta eins og seinasta vetur þegar ég byrjaði að taka hnébeygjur byrjaði ég bara strax af krafti og ég get svarið það að ég fékk svo miklar harðsperrur að ég var með hita. Ekki gaman að því.
Annars þá fór ég á lyftingaæfingu í gær í 1. skipti í nokkuð langan tíma. Tók spretti á undan og synti 600 m á eftir. Náði mér í enhverja strengi. En ég tók samt mjög létt á því. Því ég er bara að undirbúa mig undir það að byrja á fullu. En ég ætla ekki að gera þetta eins og seinasta vetur þegar ég byrjaði að taka hnébeygjur byrjaði ég bara strax af krafti og ég get svarið það að ég fékk svo miklar harðsperrur að ég var með hita. Ekki gaman að því.
mánudagur, september 20, 2004
Engar smá góðar fréttir.
Já ég var að frétta það núna fyrir stundu að hestarnir sem eru búnir að vera týndir núna í nokkuð langan tíma eða frá því rétt fyrir Lansmót UMFÍ, eru fundnir. Og hef ekki frétt af öðru en það sé allt í lagi með þá. Ótrúlegt hvernig þeir hafa getið farið fram hjá okkur, en við vorum búin að þvælast þarna alveg fram og til baka.
Annars var helgin bara nokkuð góð. Rúntaði mér á suðurlandi á föstudaginn, á laugardaginn eyddi ég í að saga niður slatta af trjám og horfa á Íþróttamót.
Á sunnudaginn byrjaði ég á því að skreppa með nokkra erlenda vini mína á Gullfoss og Geysi. Ekkert smá fallegt veður sem var á sunnudagsmorgunin og varla nokkur sála á ferð þarna fyrr en við vorum að leggja í hann heim aftur. Siðan horfið ég á hinn helminginn af íþróttamótinu þegar ég kom heim.
Ég var síðan ansi lengi á leiðinni upp á Hvanneyri, þar sem að Suðurlandsvegurinn var lokaður vegna bílsslys. Fór síðan Hafravatnsleiðina í Mosfellsbæinn og viltist þar svolítið þangað til ég rambaði á rétta hringtorgið út úr bænum.
S.s. heilmikið að gerast.
Annars var helgin bara nokkuð góð. Rúntaði mér á suðurlandi á föstudaginn, á laugardaginn eyddi ég í að saga niður slatta af trjám og horfa á Íþróttamót.
Á sunnudaginn byrjaði ég á því að skreppa með nokkra erlenda vini mína á Gullfoss og Geysi. Ekkert smá fallegt veður sem var á sunnudagsmorgunin og varla nokkur sála á ferð þarna fyrr en við vorum að leggja í hann heim aftur. Siðan horfið ég á hinn helminginn af íþróttamótinu þegar ég kom heim.
Ég var síðan ansi lengi á leiðinni upp á Hvanneyri, þar sem að Suðurlandsvegurinn var lokaður vegna bílsslys. Fór síðan Hafravatnsleiðina í Mosfellsbæinn og viltist þar svolítið þangað til ég rambaði á rétta hringtorgið út úr bænum.
S.s. heilmikið að gerast.
föstudagur, september 17, 2004
Jibbí!!!
Já það er komin helgi. Ekkert smá sem ég er fegin. Þessi fyrsta vika sem ég er búin að vera að kenna er bara búin að vera hrein geðveiki. Ég sem er að sinna ýmsum tölvumálum hérna er bara með um 10 misst calls þegar ég er búin að kenna í 80 mín.
Og mannig finnst ekkert ganga á to do listann.
En ég er annars þokkalega ánægð með mig núna því ég fór út og tók létta morgunæfingu í morgun. Fór bara litla hringinn hérna á Hvanneyri og tók svo duglega á sprettunum.
Og helgin er þannig plönuð hjá mér. Ekki endilega fast skorðað.
Föstudagur eftir vinnu :
Keyra á suðrulandið. Koma kannski við á einum eða tveimur stöðum í leiðinni.
Laugardagur / Sunnudagur :
Saga nokkur tré.
Horfa á Frjálsar í sjónvarpinu.
Sofa passlega mikið.
Fara yfir nokkur verkefni.
Slappa af.
Fara á alla vega eina æfingu.
Slappa af.
Hitta fólk.
Jafnvel að henda í eina köku eða svo.
Annars er jafn víst að ég geri eitthvað allt annað.
Og mannig finnst ekkert ganga á to do listann.
En ég er annars þokkalega ánægð með mig núna því ég fór út og tók létta morgunæfingu í morgun. Fór bara litla hringinn hérna á Hvanneyri og tók svo duglega á sprettunum.
Og helgin er þannig plönuð hjá mér. Ekki endilega fast skorðað.
Föstudagur eftir vinnu :
Keyra á suðrulandið. Koma kannski við á einum eða tveimur stöðum í leiðinni.
Laugardagur / Sunnudagur :
Saga nokkur tré.
Horfa á Frjálsar í sjónvarpinu.
Sofa passlega mikið.
Fara yfir nokkur verkefni.
Slappa af.
Fara á alla vega eina æfingu.
Slappa af.
Hitta fólk.
Jafnvel að henda í eina köku eða svo.
Annars er jafn víst að ég geri eitthvað allt annað.
fimmtudagur, september 16, 2004
Ekki stóð það nú legni.
Já ekki átti ég nú flottasta bílinn hérna á Hvanneyri lengi. Rektorinn var nefnilega að kaupa sér geðveikt flottan og nýjann jeppa. Ekki get ég nú keppt við það, þar sem ég vænti að þau hjónin séu að fá talsvert meira í bankabókina sína á mánuði en ég. Þannig að ég játa mig sigraða. En minn bíll er nú samt flottur og ég verð bara að biðja rektorinn um að leggja sínum bíl aðeins í burtu frá mínum svo hann fái að njóta sín.
Annars ákvað ég þegar ég vaknaði í morgun að bíða með að byrja á morgun æfingunum. Ég hefði bara hreinlega fokið ef ég hefið reynt að hlaupa eitthvað í morgun. Ef ég hefði þá náð að opna útidyrahurðina. Það var s.s. rok hérna og rigning. En ég var hrikalega dugleg í gær og synti 1000 m og ætli ég skreppi ekki bara aftur niður í Borgarnes í dag og komi jafnvel við í tækja salnum áður en ég skrepp í sundið.
Annars ákvað ég þegar ég vaknaði í morgun að bíða með að byrja á morgun æfingunum. Ég hefði bara hreinlega fokið ef ég hefið reynt að hlaupa eitthvað í morgun. Ef ég hefði þá náð að opna útidyrahurðina. Það var s.s. rok hérna og rigning. En ég var hrikalega dugleg í gær og synti 1000 m og ætli ég skreppi ekki bara aftur niður í Borgarnes í dag og komi jafnvel við í tækja salnum áður en ég skrepp í sundið.
miðvikudagur, september 15, 2004
Alveg að fara að byrja aftur
Ég er ekki enn orðin veik eins og ég er alveg búin að vera að bíða eftir núna seinustu daga og ég vona bara að ég sleppi alveg við þessa pest. Ég skellti mér í blak í gær og það var bara skemmtilegt eins og alltaf og ég komst að því að ég er alveg að fara að skella mér í haustæfingarnar. Er til að byrja með búin að ákveða að fara og synda svoltið í sundlauginni á eftir. Ekki bara fara og liggja í heitapottinum og vaðlauginni til skiftis eins og ég hef verið að gera seinustu vikuna. Ætli ég skelli mér svo ekki bara í það að taka morgunæfingu í fyrramálið. Það eru nú orðnar 3 vikur síðan ég tók almennilega á því síðast og ég er búin að gera sumt af því sem ég ætlaði að gera í hvíldinni. En ætli helgaræfingarnar verði ekki teknar í skógarhöggi. Allavega er það planið hjá mér.
þriðjudagur, september 14, 2004
Breytingar
Jæja nú varð ég nú bara að fara að breyta aðeins til hérna á blogginu.
Ætla nú reyndar að breyta meira en hef ekki tíma í meira í augnablikinu. En það kemur.
Annars er allt á fullu hérna. Er byrjuð að kenna á 100 og alles. Er nú ekki alveg komin í kennslu stemminguna en það kemur nú vonandi fljótlega. En þangað til reyni ég bara mitt besta og nemendurnir verða bara að þola það þó ég sé ekki alveg að hafa mikið gaman af þessu í augnablikinu. En ég held það sé bara vegna þess að það er svo margt annað sem ég þarf að vera að gera að ég hef bara ekki tíma til að láta mér finnast þetta gaman. Ég ætti nú að hafa tíma til þess eftir helgi. Er ekki alltaf miklu minna að gera eftir næstu helgi. Það er það allavega alltaf hjá mér.
Annars er blakið að byrja í dag og ég held ég ætli bara að skella mér. Þó svo að ég hafi það nú á tilfinningunni að ég sé alveg að fá einhverja kvef pest. En það er búið að vera að ganga hérna á Hvanneyri. En ég vonandi slepp bara og þá væri ég bara svekt ef ég hefði sleppt blakinu.
Over and out.
Ætla nú reyndar að breyta meira en hef ekki tíma í meira í augnablikinu. En það kemur.
Annars er allt á fullu hérna. Er byrjuð að kenna á 100 og alles. Er nú ekki alveg komin í kennslu stemminguna en það kemur nú vonandi fljótlega. En þangað til reyni ég bara mitt besta og nemendurnir verða bara að þola það þó ég sé ekki alveg að hafa mikið gaman af þessu í augnablikinu. En ég held það sé bara vegna þess að það er svo margt annað sem ég þarf að vera að gera að ég hef bara ekki tíma til að láta mér finnast þetta gaman. Ég ætti nú að hafa tíma til þess eftir helgi. Er ekki alltaf miklu minna að gera eftir næstu helgi. Það er það allavega alltaf hjá mér.
Annars er blakið að byrja í dag og ég held ég ætli bara að skella mér. Þó svo að ég hafi það nú á tilfinningunni að ég sé alveg að fá einhverja kvef pest. En það er búið að vera að ganga hérna á Hvanneyri. En ég vonandi slepp bara og þá væri ég bara svekt ef ég hefði sleppt blakinu.
Over and out.
laugardagur, september 11, 2004
Réttirnar
Jæja ég skrapp heim í réttirnar í morgun. Alltaf jafn gaman að fara í réttir. Við eigum nú ekki neinar kindur þannig að maður dregur bara fyrir nágrannann. Það voru ekki margar kindur í réttunum. Allavega tóku réttirnar fljótt af. Síðan var bara brunað í réttasúpu, slappað af með helling af gestum í heimsókn og skellti svo í eina köku þegar mesta gusan var liðin hjá til að vera nú við öllu búinn ef einhverjir fleiri kæmu. Þó það væri nú alveg til mikið meira en nó að kjötsúpu.
Í kvöld á svo að skella sér í frænku partý. Alltaf jafn gaman að hitta þær. Við ætlum að hittast á Hótel Ólafur(Hótel Selfoss en bróðir hennar mömmu á það ásamt nokkrum öðrum og því gengur það undir því nafni hjá okkur.), og þar á sko að borða góðan mat og tala mikið.
Annars er ég nú alltaf að verða ánægðari og ánægðari með bílinn minn. Og fyrir þá sem vilja fá nánari lýsingu á honum þá er þetta Renault Megan. Svartur með álfelgum og skyggðum rúðum. Sumum finnst nú aftur endinn á honum ekki flottur en ég held að það sé nú bara öfund.
Í kvöld á svo að skella sér í frænku partý. Alltaf jafn gaman að hitta þær. Við ætlum að hittast á Hótel Ólafur(Hótel Selfoss en bróðir hennar mömmu á það ásamt nokkrum öðrum og því gengur það undir því nafni hjá okkur.), og þar á sko að borða góðan mat og tala mikið.
Annars er ég nú alltaf að verða ánægðari og ánægðari með bílinn minn. Og fyrir þá sem vilja fá nánari lýsingu á honum þá er þetta Renault Megan. Svartur með álfelgum og skyggðum rúðum. Sumum finnst nú aftur endinn á honum ekki flottur en ég held að það sé nú bara öfund.
miðvikudagur, september 08, 2004
Allt að gerast
Já það er bara hellingur að gerast núna.
Búin að skifta um skrifstofu í vinnunni.
Komin með nýja og betri tölvu.
Búin að fá mér "Nýjann bíl"
Er bara nokkuð sátt. Við lífið og tilveruna núna í augnablikinu. Bara að passa mig á því að vera ekkert að líta allt of oft inn á bankareikninginn minn.
Svo er ég komin búin að vera í smá æfingapásu núna og er alveg að fara að byrja á haust æfingunum mínum. Var að spá í að fara út að hlaupa í morgun, en þegar ég vaknaði þá bara var allt of mikið rok og rigning til að gera það. Þannig að þegar veðrið batnar þá byrja ég.
Ekki meira núna frá eiganda flottasta bílsins á Hvanneyri .
Búin að skifta um skrifstofu í vinnunni.
Komin með nýja og betri tölvu.
Búin að fá mér "Nýjann bíl"
Er bara nokkuð sátt. Við lífið og tilveruna núna í augnablikinu. Bara að passa mig á því að vera ekkert að líta allt of oft inn á bankareikninginn minn.
Svo er ég komin búin að vera í smá æfingapásu núna og er alveg að fara að byrja á haust æfingunum mínum. Var að spá í að fara út að hlaupa í morgun, en þegar ég vaknaði þá bara var allt of mikið rok og rigning til að gera það. Þannig að þegar veðrið batnar þá byrja ég.
Ekki meira núna frá eiganda flottasta bílsins á Hvanneyri .
laugardagur, september 04, 2004
Það hlaut að koma að því!
Já hann Runólfur minn er dáinn. S.s. bíllinn minn. Hann er nú búinn að duga ansi lengi, en mig var nú farið að gruna að hann digði ekki mikið lengur. Ég fekk jeppan frá foreldrum mínum lánaðann þessa vikuna í vinnuna, en þau ætluðu að nota Runólf ef þau þyrftu að fara eitthvað. Þannig að mamma skrapp á honum til Selfoss og þá bara dó hann þegar hún var komin þangað. :(
Þannig að núna þarf ég að fara að eyða peningum sem ég á ekki og það er bara ekki alveg það skemmtilegasta sem ég veit. En það verður nú samt gaman að fá nýjan bíl. Þar sem maður getur opnað allar hurðir og lokað, læsingin virkar og fleira í þá áttina.
Annars er ég bara búin að vera ansi löt að skrifa núna. Ég byrjaði í vinnunni eftir sumarfrí núna í þessari viku og það er bara búið að vera geðveikt að gera. Allir krakkarnir komnir og allir þurfa að tengjast inn á kerfið en vita ekki hvernig þeir eiga að gera það. Margir vita ekki einu sinni munin á tölvusnúru og símasnúru og það er erfiðara en margir halda að útskýra muninn fyrir fólki sem er alveg með það á hreynu að það kann ekki neitt um tölvur.
Í dag er síðan stórmót ársins. Það er Baldurs- og Skeiðamótið. Það er mót þar sem allir keppa í hinum og þessum greinum. Og er líklega eina mótið þar sem ég sést stökkva hástökk. Ekki get ég nú sagt að ég sé góð í þessum greinum en ég get alltaf falið mig á bak við það að það er bara mosavaxinn grasvöllur sem við erum að keppa á, og fólk er mikið að hafa gaman af þessu.
Jæja ég var nú næstum búin að gleyma því að nefna aðal málið sem hefur gerst síðan ég skrifaði síðast. En í gærmorgun þá eignuðust Svala og Ingvar vinir mínir sinn annan strák. Til hamingju með það. Er ekki enn búin að sjá hann, að það verður gert mjög fljótlega. Stóri bróðir var ekki alveg sáttur þar sem að hann vildi endilega eingast systur og hún átti að heita Alexandra eins og frænka hans, sem er svo góð við hann. Ekkert smá indislegur þessi drengur.
Jæja nú verð ég að fara í andlega uppbyggingu fyrir stórmótið.
Kveðja frá þeirri bíllausu.
Þannig að núna þarf ég að fara að eyða peningum sem ég á ekki og það er bara ekki alveg það skemmtilegasta sem ég veit. En það verður nú samt gaman að fá nýjan bíl. Þar sem maður getur opnað allar hurðir og lokað, læsingin virkar og fleira í þá áttina.
Annars er ég bara búin að vera ansi löt að skrifa núna. Ég byrjaði í vinnunni eftir sumarfrí núna í þessari viku og það er bara búið að vera geðveikt að gera. Allir krakkarnir komnir og allir þurfa að tengjast inn á kerfið en vita ekki hvernig þeir eiga að gera það. Margir vita ekki einu sinni munin á tölvusnúru og símasnúru og það er erfiðara en margir halda að útskýra muninn fyrir fólki sem er alveg með það á hreynu að það kann ekki neitt um tölvur.
Í dag er síðan stórmót ársins. Það er Baldurs- og Skeiðamótið. Það er mót þar sem allir keppa í hinum og þessum greinum. Og er líklega eina mótið þar sem ég sést stökkva hástökk. Ekki get ég nú sagt að ég sé góð í þessum greinum en ég get alltaf falið mig á bak við það að það er bara mosavaxinn grasvöllur sem við erum að keppa á, og fólk er mikið að hafa gaman af þessu.
Jæja ég var nú næstum búin að gleyma því að nefna aðal málið sem hefur gerst síðan ég skrifaði síðast. En í gærmorgun þá eignuðust Svala og Ingvar vinir mínir sinn annan strák. Til hamingju með það. Er ekki enn búin að sjá hann, að það verður gert mjög fljótlega. Stóri bróðir var ekki alveg sáttur þar sem að hann vildi endilega eingast systur og hún átti að heita Alexandra eins og frænka hans, sem er svo góð við hann. Ekkert smá indislegur þessi drengur.
Jæja nú verð ég að fara í andlega uppbyggingu fyrir stórmótið.
Kveðja frá þeirri bíllausu.