<$BlogRSDURL$>

fimmtudagur, febrúar 26, 2004

Spennufall! 

Jæja það er nú bara heilmikið spennufall hjá mér núna, ekki það að ég hafi verið í einhverri spennu en er að losna undan heilmiklu álagi. Ég er nefnilega búin með kennsluna í bili. Á bara eftir að búa til prófið og fara yfir nokkur verkefni.
Annars fór ég í Egilshöllina í gær og strax eftir það fór ég á Skagan að spila blak. Þræl skemmtilegt en ég verð að viðurkenna að ég var ansi þreytt þegar ég kom heim. Svo þreytt að ég bara svaf yfir mig í morgun. Vaknaði ekki fyrr en kl. 7.50. Bara útkvíld. Þannig að það verður tekið vel á því á æfingu á eftir. Ætla samt að fara nokkuð varlega núna á næstunni, þar sem mig er farið að gruna bakið um græsku. Allavega er strengurinn niður í fótinn orðinn aðeins verri en vanalega.

Núna eru bara 36 dagar til utanferðar sem er bara rétt rúmur mánuður ;)

miðvikudagur, febrúar 25, 2004

Dagurinn kenndur við miðju vikunnar 

Undarlegir hutir sem manni dettur í hug. Í morgun t.d. var ég að velta fyrir mér nöfnin á vikudögunum. Óttalegt hugmyndaleysi í sumum þessum nöfnum. Sunnudagur er nú allt í lagi, næst kemur mánudagur. Jæja Sólina var komin og þá má ekki skilja Tunglið útundan. Næstu þrír dagar eru nú algjört hallæri. Þriðjudagur, miðvikudagur og fimmdudagur. Bara eitthvað um það hvar í röðinni þessir dagar eru afhverju þá ekki bara að láta þá heita dagur 3, dagur 4 og dagur 5. Fyrir utan það er mánudagur 1. dagur vinnuvikunnar og afhverju þá að láta vikuna byrja á sunnudegi. Jæja ásættanlegt að vilja byrja vikuna vel, þ.e. á frídegi. Síðan er það föstudagur. Einhver tenging við trú manna þegar nöfnin voru gefin en hver fastar eiginlega orðið núna? Ekki þekki ég nokkurn mann sem fastar, nema af brýnni nauðsin af læknisfræðilegum ástæðum. Laugardagurinn er síðan síðastur. Ég er bara sátt við Þetta nafn bendir fólki á að þrýfa sig svolítið og fara í laugarnar. Sem sagt það eru bara 3 dagar sem hafa hugmyndaríkt nafn og síðan eru hinir dagarnir bara klúður.

Annars er bara ágætis dagur. Egilshallardagur hjá mér. Ætla síðan að skella mér eftir það á Skagann.

37 mjakast þó hægt fari.

þriðjudagur, febrúar 24, 2004

Hvað er í gangi? 

Upp er runninn sprengidagur, ákaflega skýr og fagur...... reyndar svoldið kaldur.
Það verður ekki neitt saltkjöt hjá mér og ekki heldur baunir, en bollurnar sluppu ekki alveg í gær.
Annars er svo skrítið hvernig nemendur haga sér. Ég er búin að vera kenna núna frá því um áramót og allt í lagi með það, en núna eru menn allt í einu að fatta að það eru að koma próf. Ekkert smá finndið hvað allir gera þetta á sama tíma. Það var bara ekki nokkur friður í dag fyrir nemendum að spurja spurninga. Hvernig er þetta, afhverju og hversvegna?
Þetta er svolítið skrítið því það er nú ekki svo langt síðan að ég var einmitt í þeirra sporum, og furðulegt hvað það er öðruvísi tilfinning að búa til prófin í stað þess að taka þau. Maður verður þó svoltið stressaður en á allt annan hátt. Eru þetta mátulega erfiðar spurningar, eru einhverjar villur í þessu, gleymdi ég nokkuð að kenna þeim þetta... og svo framvegis.

Jæja páskarnir nálgast og það eru 38 dagar þar til ég fer út.

mánudagur, febrúar 23, 2004

Helgin búin 

Jæja helgin er búin, ný vinnu- og æfingavika hafin, og í vikunni verður Auðunn afi minn 91. árs. Þess vegna komum við fjölskyldan saman í Hótelinu hans Ólafs (Hótel Selfoss). Alltaf gaman að hitta fjölskylduna.
Annars er alveg ótrúlegt hvað það að breyta út af vananum getur verið stressandi. Þó svo að það sé ekki nokkurt tilefni til þess. Ég nefnilega ákvað að koma seint í vinnuna í dag því ég þurfti að koma við í Rvk. á leiðinni heiman frá mér. Bara það að vakna á venjulegum tíma kl. 7 var bara stressandi af því að það er annað rúm en ég er vön að vakna í á mánudögum. Ég vaknaði bara stessuð og gat ekki annað en hlegið að sjálfri mér fyrir það.
Jæja nú verður æfingin í kvöld nokkuð erfið þar sem að ég tók ekki morgun æfingu í dag.
Núna eru bara 39 dagar eftir

laugardagur, febrúar 21, 2004

Bætingar 

Ekkert smá hvað íslenskt frjálsíþróttafólk er mikið að bæta sig núna. Silja með Íslandsmet í 200 m, gott 400 m hlaup og ef ég þekki hana rétt ætlar hún að hlaupa betur í úrslitunum. Bjössi Margeirs með Íslandsmet í 800 m og hvað veit maður hvað hann gerir í 1500 m. Síðan voru nokkrar bætingar á fyrridegi í þrautinni. Þannig að fólk er bara heitt. Vonandi heldur þetta svona áfram.... Ég er ekkert smá glöð fyrir hönd þessa fólks.
Annars er ég bara búin að vera heima að slappa af. Sá nokkrum sumarblómum með mömmu, horfa á imbann og svo framv. Er annars komin með nýtt plan hvað varðar sjónvarpsgláp og liðleika.... Það er það að ég ætla að bæta liðleika minn, sem hefur ekki verið upp á marga fiska, með því að þegar ég horfi á sjónvarpið þá verður teygt.

41 dagur eftir af biðinni.

föstudagur, febrúar 20, 2004

Veikindi 

Jæja ekki eru nú alltaf jólin, í gærmorgun (nótt) vaknaði ég bara upp fárveik. Bara með bullandi hita og vitleysu. Þannig að ég var bara ein heima í gær fyrir utan skreppinn til læknisins. Ég er alveg á því að ég er leiðinlegasta manneskja sem til er þegar ég er veik. Ég þoli mig ekki einu sinni sjálf. Ég er nú orðin hitalaus í dag og mun brattari, en verð nú samt að passa mig að standa ekki of hratt upp.

Það varð semsagt lítið úr grímuballsferð hjá mér. Hef örugglega misst af heilmiklu þar. Ég var nú satt að segja ekki búin að finna mér neinn búning þannig að ég hefði örugglega ekki unnið til verðlauna, en ég hefði vissulega skemmt mér. Ég þarf endilega að heyra fljótlega í einhverjum sem var þarna og veiða upp úr honum upplýsingar, jafnvel myndir. Margt leiðinlegra en að sjá myndir af fólki í misvelheppnuðum búningum. Einn (Nenfi engin nöfn) var búinn að segja mér að hann hafi ætlað að ganga fram af liðinu all verulega, fékk reyndar alveg lýsinguna á því hvernig hann ætlaði að vera, efast um að hann hafi látið verða af því. En ef hann hefur gert þetta þá tek ég ofan fyrir því og verð enn svektari með að hafa ekki komist.

Í dag er svo föstudagur og það er góður dagur. Ætla heim á Skeiðin um helgina, ekkert annað planað, sem betur fer því ég þarf að fara vel með mig og jafna mig almennilega á þessum veikindum.

42 dagar til stefnu.




miðvikudagur, febrúar 18, 2004

Þetta er nú meira rokrassgatið!! 

Ég er alveg komin með það á hreint að Hvanneyri er eitt mesta rokrassgat sem til er. Man bara ekki eftir nema örfáum dögum þar sem ekki er rok. Það er einna helst um 6 á morgnanna sem hægt er að fá logn. Annars þá fór ég á æfingu í morgun ( ef æfingu mætti kallast) og fauk bara til, fram og til baka. Ætli þetta megi ekki kallast samblanda af viðnáms og yfirhraða sprettum. Þessi æfing var samt ekki eins áhættusöm og tröppuhoppin í Borgarnesi í gær. En þeim hoppum lauk þegar ég hætti að geta hitt á tröppurnar án þess að halda mér í handriðið. En hoppaði bara eins og ofvirk manneskja á blakæfingu í staðinn.

Svo er það Egilshöllin í kvöld.
Það er kominn upp einn galli við að fara í Reykjavíkina á æfingar. Sá galli er að útvarðið í bílnum mínum er endanlega ónýtt. Það heyrist bara ekki neitt í því. Ég verð þess vegna bara að singja ein núna, sem er náttla bara ekki nógu gott, því ég festist bara á einu lagi og sing það alla leiðina. Langtum meiri fjölbreytni að fá alltaf ný og ný lög til að singja með. Annar möguleiki er líka að hringja í einhvern og tala alla leiðina, en það er bara of kostnaðarsamt til lengdar. Þriðji möguleikinn er að nota tímann til að hugsa, en ég geri að sumra mati nú þegar of mikið af því, þannig að ég held mig bara við sönginn. Og þar sem ég er ein í bílnum þá skemmi ég ekki eyrun á neinum með lélegum söng ;)


Núna eru 44 dagar til stefnu og þeim fækkar dag frá degi.

þriðjudagur, febrúar 17, 2004

Kastaði úti í gær 

Vá hvað það var gaman í gær. Það var reyndar svolítið blautt, hvasst og kalt en ég kastaði bara heilmikið. Var ekki alveg að gera jafn góða hluti tæknilega eins og á miðvikudaginn síðasta, en það er nú ekki hægt að ætlast til þess að allt gangi upp strax og ég tek upp spjótið.
Síðan var bara neglt á lyftingarnar.

Í dag ætla ég að fara á mega tröppuæfingu.(Ef ég lifi vinnudaginn af ??). Og í kvöld er blakæfing og ég er bara að spá í að skella mér með. ; ) Alltaf gaman í blaki.

Af öðru að frétta er það að endurnar eru enn lifandi og eru þá orðnar miklu meiri líkur á að þær lifi minkaárásina af. En nokkuð er ég viss um að þær séu með hálsríg og ekki verpa þær mikið á næstunni.

Þarf að hlakka til í­ 45 daga til viðbótar

sunnudagur, febrúar 15, 2004

Ánægjulegur gærdagur, síðri dagur í dag 

Dagurinn í gær var einn af þessum góðu dögum.
Hann byrjaði á að sofa vel og langt fram eftir. S'iðan var borðað þetta líka fína slátur, sem er hættulega gott að mínu mati. Eftir það fór ég til Hörpu mágkonu í nudd. (Rosalega er hún nú alltaf góð). Síðan hélt ég áfram frá Hveragerði, gegnum Reykjavík og í Hafnarfjörðinn, nánar tiltekið í Kaplakrikan að fylgjast með Meistaramótin. Sá þar marga góða hluti og hitti margt skemmtilegt fólk. Átti líka spjall við Guðmund landsliðsþjálfara sem tjáði mér að eftir miklar vangaveltur ÍÞA ( Íþrótta og Afreksnefndar) þá væri ég valin í Ólympíuhóp FRÍ. Eftir þetta gat dagurinn bara ekki orðið betri og í tilefni af því þá kom ég við í blómabúð á leiðinni heim og verslaði mér blóm til að skreyta aðeins í kringum mig heima.
Frá deginum í dag er það að frétta að það komst minkur inn í andakofan hjá okkur og drap eina öndina og særði hinar 3. Pabbi koma að minknum og var ekki lengi að stúta honum. Vonandi lifa þessar 3 sem eftir eru af. En núna eru þær bara lamaðar af hræðslu. Og liggja bara í einu horninu í kofanum og fylgjast mjög grannt með því sem í kringum þær er. Við mamma erum búnar að spreyja þær með sótthreinsandi og ég bætti hreynum hálmi undir þær. Vildi bara að maður gæti gert eitthvað meira fyrir þær.

Það er annars ótrúlegt hvað maður getur tengst miklum böndum vð dýr. Þó svo að tilgangurinn með að hafa þau séu bara að fjölga þeim og égta afkvæmi þeirra.

Annars fór ég aðeins út á tún áðann og kastaði spjóti. bara til að koma aðiens við spjótið og kanna hvernig frostinu í jörðinni liði. Ekki neitt alvöru kastæfing, bara á joggurunum á hrímuðu túninu. Þð er samt alveg orðið þyðið ofan á klakanum þannig að það er ekkert mál að kasta. Vonandi er þetta líka svona í Borgarnesi, þannig að ég geti tekið almennilega kastæfingu á morgun. Það væri nú lúxus.

Annars eru 47 dagar til Æfingabúða.

laugardagur, febrúar 14, 2004

Valentínusardagur!! 

Í gær var RR dagur. s.s. Rok og Rigningar dagur. Og ég held að á svona dögum taki samstarfsmenn mínir sig saman og láti mig labba sem mest á milli staða sem mögulegt er hægt. Á einum tímapunkti hélt ég virkilega að ég væri að drukna. Gallinn sem ég var í var orðin 30 kr. af vatni, sokkarnir blautir, húfan líka og svo buldi vatnið framan í mér. Ekkert gaman. Svo viti menn að þegar ég var búin að fara í hádegismat og vígbúast gegn veðrinu aftur, alveg tilbúin þá bara hættir að rigna!!
Ég var samt ánægð að það hætti að rigna þó svo að ég hefði klætt mig sérstaklega rigningarlega.
Dagurinn í gær var ekki bara leiðinlegur, því þetta var nú föstudagur og öll helgin framundan, og svo endaði ég daginn á góðri stund í heitapottinum heima.
Í dag er Valentínusardagur. (Eða dagur sem verslunarmenn í US hafa gert afar mikið úr dagur) Ég held (veit) að fyrir mig verður þetta bara venjulegur dagur, nema að þetta er laugardagur og MÍ innahúss er í dag og á morgun, þannig að ég ætla að skella mér í bæinn að horfa á. Allavega kúluvarpið (ég var búin að segja Auði að ég kæmi að horfa á) og 800 karla ( Villi frændi minn ætlar að hlaupa þar, og Bjössi Arngríms). Ég ætla ekki að vera með þetta árið. Það er nefnilega ekki boðið upp á spjótkast innanhúss enn!! Ég bíð og læt mig dreyma um það. Ég hef nú stundum keppt í kúluvarpi á þessu móti, en ég hef myndað mér þá skoðun að kúluvarp sé ekki holt heilsu minni.

Sjáumst,

48 dagar

föstudagur, febrúar 13, 2004

ÚFF!!! 

Ofboðslega finnst mér rok og rigning leiðinlegt verður. Sérstaklega þegar maður þarf mikið að labba á milli staða. Fyrst af öllu þá sér maður ekkert hvert maður er að fara því maður lokar augunum til að fá ekki rigninguna beint í augun, síðan þó að maður sé í "vatnsheldum" fötum þá lekur alltaf niður hálsmálið og rennur á sokkana þegar maður fer úr skónum og svo framv. Persónulega tel ég að svona dagar ættu að vera lögboðnir frídagar. Það er bara ekki hægt að ætlast til að fólk fari fram úr rúmminu á svona dögum. Siðan er föstudagurinn 13. þar að auki.
Talandi um föstudaginn 13. Þá hefur sá dagur svosem ekki boðað fleiri óhöpp hjá mér en aðrir dagar, nema síður sé. Ótrúlegt hvað hjátrúin er sterk hjá sumum. Það trúir því bara að það sé óhappadagur, og þá lendir það í fleiri óhöppum, eða tekur allavega frekar eftir því að það lendir í óhöppum.

49 dagar í Athens

fimmtudagur, febrúar 12, 2004

Gaman !! 

Já ég er bara ánægð í dag og ég held að ekkert geti breytt því. Ég átti sko þrusu æfingu í gær. Við vorum að prófa aðeins nýjar útfærslur í tækninni og ég held að MasterCard auglýsingin í Egilhöllinni megi fara að vara sig. Þegar ég næ að stilla þetta af sem við vorum að vinna í þannig að allt fari nú beint, þá fer ég að bíða spennt eftir keppnistímabilinu.
Hálsrígurinn sem ég er búin að vera með er nú vonandi að gefa eftir, allavega er ég búin að sannfæra sjálfa mig um það að ég sé betri í dag en í gær. Og þá ætti ég að verða betri á morgun en í dag og þá líður ekki á löngu þangað til að ég er bara orðin góð.....

50 dagar í ferðina utan!!!

miðvikudagur, febrúar 11, 2004

51 dagar til brottfarar 

Jæja nú er svo komið að ég hlakka svo til að fara til Georgiu um páskana að ég er farin að telja niður dagana þar til að ég legg í hann. Það eru semsagt 51 dagar þangað til. Get bara varla beðið svo lengi. Svona ferðir eru náttla bara snilld og það sérstaklega þeger ferðinni er heitið á þann stað sem ég var í 3 og hálft ár í skóla, þannig að maður þekkir sig nokkuð vel og verður félagsskapurinn ekki til að kvarta yfir.
Annars er ég bara enn alveg þokkalega með hálsríg, en get samt alveg unnið og æft með nokkrum "rabbitum!". Það sem maður leggur ekki á sig til að geta skemmt sér við að kasta og æfa. Ég hef svo ekki samvisku til að sleppa því að mæta í vinnuna en fara samt á æfingu, þó svo að ég geti alveg komist hjá því að líta snöggt til hliðar á æfingum en ég á erfiðara með það í vinnunni.
Það er miðvikudagur í dag og það þýðir bara eitt hjá mér. ??? Æfing í Egilshöll!!! Jibbí
Svo var ég að frétta það að Hvanneyringar ætli að halda grímuball á fimmtudaginn í næstu viku. Þá er bara málið að finna sér einhvern búning ef maður skyldi drífa sig. Einhverjar upástungur??

Rosalega þarf ég að fara að laga til og bæta við einhverju hérna á síðunni, t.d. fleiri linkum.

Bless í­ dag eru það sem sagt 51 dagar.

mánudagur, febrúar 09, 2004

Helgin 

Sæl öll!
Nú helgin er búin og ég er ekkert búin að blogga síðan á fimmtudag. Segi bara að það hafi verið mikið að gera. Á föstudaginn fór ég á landsliðsæfingu í Fífunni, barðist í gegnum bylinn og komst alla leið eins og ekkert var. Eftir æfinguna var síðan Pizza frá Pizza 67 eins og vanalega og létt spjall og gaman.
Þá tók við að komast heim (á Skeiðin). En viti menn ég komst alveg eins og ekkert væri, var reyndar svolítið blint á há heiðinni og í Kömbunum en maður kippir sér nú ekki upp við slíkt ef það eru ekki og langir spottar sem maður sér ekki neitt.
Helginni var síðan eytt í ró og næði heim á hótel mömmu. Mikið borðað af góðum mat og bara elgið á meltunni þess á milli. Birna, Þór, Árný Helga, Pálmi og Valgeir Björn voru um helgina heima og var Pálmi í miklum refaveiðihug. En ekki náðist refurinn í þetta skiptið. Gengur bara betur næst.
Annar er það að frétta að í gær sunnudag þá stífnaði ég ekkert smá upp í hálsinum, bara einn, tveir og þrír. Ég gat bara ekki hreyft mig. Ég hitaði hrísgrjónapoka og lagði við og nuddaði og ég hvíldi mig en ekki ætlaði stífleikinn að gefa eftir þannig að í morgun var bara um eitt að ræða að taka inn Ibufen og vona að það geri gæfumuninn.
Annars voru frjálsíþróttamenn og konur bara að gera það gott um helgina. Bjössi Margeirs í miklum bætinum, Sunna öll að koma til, Silja að jafna sitt besta, og Sigurkarl að bæta sig.
Frábært krakkar.
Hvenær ætli aðstaðan verði orðin það góð hérna á Íslandi að það verði hægt að keppa í spjótkasti innanhúss eins og í Finnlandi. Kannski aldrei en það gerir ekki til að láta sig dreyma

be the best you can be.

fimmtudagur, febrúar 05, 2004

Þreyta.. 

Rosalega er maður eitthvað háður því að geta sofið almennilega. Ég er gjörsamlega búin að vera nánast í dag. Þufti sko að vinna til miðnættis í gær og vakna svo eldsnemma í morgun. Ekkert gaman. Svo voru menn bara að gera grín að mér fyrir að vera eitthvað þreytuleg. Ég hefði viljað sjá það fólk gera þá hluti sem ég er að gera. Þetta er ekkert grín, en ég kvarta ekki því þetta er það sem þarf ef maður ætlar að bæta sig. Eþaggi?
Annars er ég bara hrikalega ánægð með framtaksemina hjá mér í hádeginu. En ég bara dreif mig í það að koma á sambandi á tölvuna mína heima. Ekki málið, bara lauma einum þráðlausum sendi á góðann stað í skólahúsinu og allt virkar eins og í sögu. Eða eins og Þór frændi myndi segja "Það væri verra ef það væri betra!" Eftir þetta var ég komin á svo mikið skrið að ég dreif mig í að pannta Delphi bókina sem ég er búin að ætla að kaupa mér í nokkuð langan tíma. Ekki nein smá framtaksemi í einu hádegi. Sleppti því reyndar að vaska upp eftir matinn, en maður getur nú ekki gert allt.
Jæja nú er bara að fara að safna í sig orku til að takast á við æfingu kvöldsins sem ég ætla að verði hoppæfing dauðans í himnastiganum í Borgarnesi (fyrir þá sem þekkja ekki til þá er þetta alveg endalausar tröppur neðan frá íþróttavellinum eða því svæði og upp að grunnskólnaum. 85 tröppur als), og síðan létt lyftinaæfing á eftir ef ég næ að standa í fæturna.

Rosalega verður gott að fara að sofa í­ kvöld ; )

Markmiðið er að kasta lengra!!!

miðvikudagur, febrúar 04, 2004

Dagurinn endalausi 

Sumir dagar eru bara endalausir!

Dagurinn í­ dag er einn af þeim. Bara búin að vera á fullu síðan að ég vaknaði og eins og það væri ekki nóg þá datt RARIK í hug að taka af okkur rafmagnið í nótt, í annað sinn á stuttum tíma. Það þýðir það fyrir mig að ég verð að vinna seint í kvöld og fara svo á fætur á ókristilegum tíma að mínu mati og er ég þó árrisul.
En það er nú sem betur fer góður kostur við daginn í dag, sá kostur er sá að það er miðvikudagur. Ég fer nefnilega á æfingu í Egilshöllina á miðvikudögum að kasta skutlum með Auði og ÍR-ingunum. ÍR-ingarnir eru sko góðmennskan út í gegn að leifa mér að æfa í þeirra tíma. Mig með mína fyrirferð.
Þannig að ég hef eitthvað til að gleðjast yfir í dag.

Bless Kex




þriðjudagur, febrúar 03, 2004

Vonandi fer nú að hitna....... 

Jæja nú er ég búin að vera að fikta heilmikið í síðunni. Það er svo margt sem hægt er að gera, bæta við gestabók, commentum, tenglum og svo mætti áfram telja.
Annars er þetta bara búin að vera ósköp kaldur dagur, ég skrapp áðan hérna á milli húsa og ég hélt é myndi verða úti á leiðinni. Samt var ég í kuldagalla og alles. Þannig að það verður ekki hægt að gera mikið úti á æfingu á eftir. Ef ég klæði mig nógu vel til að verða ekki kalt þá get ég ekki hreyft mig, þannig að það verður bara tekið betur á því inni.

Bless hress í­ dag

mánudagur, febrúar 02, 2004

Byrjunin! 

Sæl verið þið sem látið ykkur detta í huga að koma hingað inn.

Rosalega er skrítið að láta sér detta það í hug að fara að skrifa bara eitthvað bull eða ekki bull inn á internetið. En það eru svo margir byrjaðir á þessu og mér finnst bara gaman að lesa það sem aðrir skrifa. Ég ákvað bara að prufa þetta. Þó svo að eflaust verði nú ekki margt gáuflegt sem ég læt flakka hérna. Vonandi hafa einhverjir gaman af þessu. En ef ekki þá ætla ég að hafa gaman af þessu.
Ekki meira núna.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?